SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Kynning

Öll erum við leitendur og markmið okkar allra er það sama, að öðlast innri frið ljós og gleði,
að verða óaðskiljanleg frá uppruna okkar og  lifa fullkomlega hammingjusömu lífi.Að lifa í gleði
er að lifa í andanum, það er lífsmáti sem leiðir til þekkingar á eigin sjálfi og þekking á sjálfinu leiðir
 til þekkingar á Guði, því Guð er er enginn annar en Guðdómsneistinn sem býr djúpt innra með
sérhverju okkar Við getum líka hugsað okkur Guð sem Innri Leiðbeinandann eða Hið Æðsta,
hvaða hugtak sem við kjósum að nota er um að ræða það Æðsta innra með okkur, sem er
endanlegt takmark okkar í andlegri viðleitni.


Andlega sinnuð manneskja ætti að vera eðlileg og heilbrigð.
Til að nálgast Guð verða dagleg störf manna sem fást við andlega iðkun, að vera í anda Guðs.
 Með því að starfa í anda Guðs, deilum við okkar innri auði með öðrum.
Við finnum að Það Guðlega er að baki hverju verki og deilum árangrinum  með öðrum.
Andleg iðkun útilokar ekki efnisheiminn, það efnislega ætti að endurspegla Það Guðlega
 innra með okkur.

-Sri Chinmoy, The Wings of Joy-