SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Æviágrip


Sri Chinmoy var fæddur árið 1931 í Shakapura, sem er lítið þorp í Bangladesh (þá Austur-Bengal) og var þá gefið nafnið Chinmoy Kumar Ghose. Sri Chinmoy var yngstur sjö systkina, en árið 1944 eftir að foreldrar hans féllu frá fór Chinmoy, þá tólf ára gammall, í andlegt samfélag á Suður Indlandi. Þar dvaldi hann næstu tuttugu árin við andlega iðkun t.d. langar hugleiðslu stundir, íþrótta æfingar, ljóðagerð og skriftir auk þess að semja trúarleg sönglög.

Á unglingsárum sínum öðlaðist Sri Chinmy djúpa innri reynslu og á árunum sem eftir fóru var hugleiðsla hans orðin háþróuð.
Árið 1964 flutti  Sri Chinmoy til New York í þeim tilgangi að deila  sínum innri auð með einlægum leitendum á vesturlöndum.

Sri Chinmoy álítur að þráin eftir því andega- stanslaus þrá hjartans eftir æðri og dýpri veruleika- sé innra aflið í framrás allra  trúarbragða, menningu,íþróttum og vísindum.  Með því að dvelja í hjartanu og sækjast stöðugt eftir að komast á æðra vitundarstig, geta konur og menn dregið fram það besta sem í þeim býr og fundið leiðina að ánægjuríku lífi, eins og hann orðar það: takmark okkar er að fara úr birtu í  meiri birtu til þess bjartasta, frá hæð til hærri hæða í hæstu hæðir, og meira að segja í hæstu hæðum er þróun okkar án enda , því sjálfur Guð er innra með okkur öllum og Guð er hvert einasta augnablik að fara fram úr sínum eigin veruleika.

Í dag þjónar Sri Chinmoy nemendum frá 60 löndum sem andlegur leiðbeinandi, hann hvetur til jafnvægis í lífsvenjum, sem felur í sér agaða bæna og hugleiðslu iðkun með atorku nútíma lífsmáta.

Líf Sri Chinmoy einkennist af ótæmandi sköpunar gáfum og gífurlegum afköstum á sviði tónlistar, ljóðagerðar, mynlistar, bókmenta og íþrótta. Framlag hans til allra þessara greina hefur víða vakið eftirtekt.
Hann ferðast reglubundið vítt og breitt um heiminn til að halda tónleika fyrir almenning
án endurgjalds, flytja fyrilestra,bjóða uppá hugleiðslustundir , hitta nemendur sína og ræða andleg málefni við ýmsa framámenn á alþjóðavettvangi sem og aðra þjóðarleiðtoga.  Sri Chinmoy tekur ekki endurgjal fyrir andlega leiðsögn né tónleikahald, fyrirlestra eða hugleiðslustundir fyrir almenning.