SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Bænin og
 hugleiðslan

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Video
Videó: Sri Chinmoy talar um bæn og hugleiðslu

Bæn og hugleiðsla eru líkt og tvær leiðir. Bænin er alltaf í þágu okkar sjálfra eða okkar nánustu í þeim takmarkaða heimi sem við hrærumst í. Ef við biðjumst farsællega fyrir, mun Guð gæða okkur vængjum til að við getum flogið í hæðum uppi. En hugleiðslan er á hinn bóginn, í þágu alls heimsins. Þegar við hugleiðum vel, finnum við að við emm eitt með okkar eigin útvíkkaða veruleika. Við emm sannkallaðar bardagahetjur ef við getum fetað veg hugleiðslunnar því að þá megnum við að bera byrðar gjörvalls mannkyns á risastórum herðunum. Þegar við uppfyllum líf hugleiðslunnar erum við ekki einungis að uppfylla Guð heldur líka okkur sjálf og gjörvallan heiminn.

Ég er vanur að segja að fyrir þá, sem þrá að skynja hið Hæsta, sé mikilvægast að hugleiða. Á Vesturlöndum hafa þó verið uppi dýrlingar, sem hafa skynjað Guð í gegnum bænir eingöngu. Þeir þekktu ekki hugtakið hugleiðsla. Akafar bænir og þrá bar þá inn í heim hugleiðslunnar og handan hans. Báðar aðferðirnar bera árangur. Þegar við biðjum förum við upp til Guðs en Guð kemur niður til okkar er við hugleiðum. Útkoman getur á endanum orðið sú sama.

Nauðsyn bænarinnar

Ef við náum góðu valdi á hugleiðslu má segja að bænin sé óþörfu, því að þá skilst okkur að Guð veit ávallt hverjar þarfir okkar eru og ber óumræðilega meiri umhyggju fyrir okkur en við gerum sjálf. Bænin er ekki ómissandi því við tilheyrum Guði og erum Hans eign. Þegar við gerum ekki lengur tilkall til neins fyrir okkur sjálf og gefum okkur Guði algjörlega á vald, mun Guð gera tilkall til okkar og gera okkur að útvöldu verkfæri sínu.

En það er nauðsynlegt að biðjast fyrir, þangað til framfarir okkar í andlegu líferni eru orðnar verulegar og við finnum orðið einingu okkar við Guð. Ef við hljótum eitthvað fyrir tilstilli bænarinnar, getum við sagt umheiminum frá því: „Ég bað um það, þess vegna fékk ég það. Sjáið hve ég er náinn Föður mínum!“ Við erum eins og svöng börn. Við biðjum móður okkar um mat og hún fæðir okkur. Hún hefði, jú, gert það óumbeðin en sú staðreynd að hún fór að óskum okkar gleður okkur. Það fullvissar hugann um að hún beri umhyggju fyrir okkur. í krafti innri tengsla og nálægðar við móður okkar, getum við beðið hana um allt sem við viljum.

Guð gæti gert allt fyrir okkur skilyrðislaust en það myndi ekki hafa sömu ánægju í för með sér fyrir okkur. Ef þú kemst alla leið í kapphlaupi gleður það þig ósegjanlega að fá verðlaun. Þú lagðir mikið á þig og hljópst hratt og finnst þú því eiga verðlaunin skilin. En ef einhver áhorfandinn fengi verðlaun myndi það ekki veita honum sömu ánægju því hann hefur ekki unnið til þeirra. Guð getur gefið okkur allt skilyrðislaust en það er meiri fullnægja fólgin í því að þiggja af Honum eitthvað sem við höfum beðið um eða unnið fyrir.

Við verðum að gera okkur ljóst samt sem áður, að þegar við biðjum finnst okkur við sem einstaklingar vera aðskilin frá Guði. Okkur finnst við ekki niðurkomin á sama stað og Hann. Á þeirri stundu erum við ekki í hæstu vitund okkar þar sem við finnum fyrir einingu með Guði. Ef við finnum að við erum eitt með Guði er engin þörf fyrir bænir því að þarfir okkar eru hinar sömu og Hans.

Við getum sagt að bænin styrki nálægð okkar við Guðdóminn en hugleiðslan efli einingu okkar við Hann. Fyrst þurfum við að finna að náinn vinskapur sé á milli okkar og Guðs; síðan verðum við fær um að skynja einingarveruleika okkar við Hann. Við getum þróað náið samband við Guð ef við sjáum okkur fært að biðjast fyrir í nokkrar mínútur áður en við hugleiðum. Þar á eftir getum við hugleitt til þess að verða eitt með Honum.

Á æðsta sviði andlegs lífs eru hugleiðsla og bæn ekki sambærileg. Hugleiðsla er óendanlega dýpri og víðari en bænin. Á Vesturlöndum ná leitendur umtalsverðum árangri með bæninni. En sannir leitendur, sem vilja komast að hinu endanlega takmarki, sem er handan við allt, verða samt að líta á hugleiðslu sem hærra þrep í stiganum að Guðsvitund. í hugleiðslu sjáum við, finnum og vöxum inn í gjörvallan heim ljóss og sælu.