SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Samadhi: hámark guðlegrar vitundar

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Video
Videó: Sri Chinmoy sýnir savikalpa, nirvikalpa og sahaja samadhi

Samadhi er andlegt vitundarástand. Það eru til mismunandi tegundir af Samadhi. Savikalpa samadhi er æðst hinna lítilvægari. Ofar Savikalpa er Nirvikalpa samadhi en þar á milli er hyldjúp gjá; á þeim er reginmunur. Síðan er jafnvel til handan við Nirvikalpa samadhi, nokkuð sem kallast Sahaja samadhi.

Í Savikalpa samadhi hverfur þér mannleg vitund skamma hríð. I því ástandi fá hugtökin tími og rúm allt aðra merkingu en venjulega.í einn eða tvo tíma ertu algjörlega í öðrum heimi. Þar sérðu að hartnær allt hefur verið gert. Hér á jörðu eru margar langanir enn óuppfylltar bæði í sjálfum þér og öðrum. Óteljandi löngunum er ófullnægt og það er gríðarlega margt sem á eftir að gera. En þegar þú ert í Savikalpa samadhi sérðu að nálega allt hefur verið gert; það er ekkert sem hvílir á þér að koma í verk. Þú ert aðeins verkfæri. Ef einhver not eru fyrir þig er það gott og blessað en að öðru leyti hefur allt verið gert. En allir neyðast samt til að hverfa aftur til venjulegs vitundarástands úr Savikalpa samadhi.

Innan Savikalpa samadhi eru auk heldur mismunandi stig. Rétt eins og afburðanemendur og skussar eru innan sömu bekkja í skóla ná sumir leitendur hæsta áfanganum í Savikalpa samadhi á meðan þeir, sem búa ekki yfir sömu þrá, komast bara í neðri þrepin á stiganum sem eru ekki jafn björt og ljómandi og á hæsta stiginu.

Í Savikalpa samadhi ertu alveg ósnortinn af hugsunum og hugmyndum sem koma hvaðanæva að. Hugleiðslan raskast ekki og innri verund þín gegnir hlutverki sínu af öryggi og krafti. En þegar þú ert kominn eilítið hærra, þegar þú hefur sameinast sálinni í Nindkalpa samadhi fyrirfinnast hvorki hugmyndir né hugsanir. Ég er að reyna að útskýra þetta í orðum, en vitund Nirvikalpa samadhi er hvorki hægt að útskýra né tjá fyllilega. Ég geri mitt besta til að reyna að útskýra þetta úr mjög háu vitundarástandi en ég get aðeins látið hug minn orða það. I Nirvikalpa samadhi er hugurinn aftur á móti ekki til; þar fyrirfinnst ekkert nerna takmarka- laus friður og sæla. Þar stöðvast dans náttúrunnar og þekkjandinn og hið þekkta verða eitt. Þar nýturðu hinnar alltumlykjandi, sjálfs-elskandi hæstu guðdóms-alsælu. Þú verður hluturinn sem verið er að njóta, þú verður sá sem nýtur hans og þú verður sjálf athöfnin
Það fyrsta sem þú finnur í Nirvikalpa samadhi er að hjarta þitt er stærra en sjálfur alheimurinn. Þú sérð veröldina venjulega fyrir utan þig og þá virðist þér alheimurinn óendanlegur í samanburði við þig. En þetta er vegna þess að við lítum á veröldina og alheiminn með takmörkuðum huganum. I Nirvikalpa samadhi er alheimurinn eins og örlítill punktur í víðáttumiklu hjarta þínu.

Í Nirvikalpa samadhi ríkir óendanleg sæla. Orðið sæla er órætt hugtak fyrir flestu fólki. Það hefur heyrt talað um sælu og surnir segjast hafa upplifað hana, en fæstir hafa nokkra reynslu til að byggja á. Þegar þú aftur á móti ferð inn í Nirvikalpa samadhi upplifir þú ekki aðeins sælu heldur ertu raunverulega að vaxa inn í hana.
Máttur er þriðja atriðið sem þú skynjar í Nirvikalpa samadhi. Þó allir dulspekingar veraldarinnar legðust á eitt væri máttur þeirra hjómið eitt í samanburði við máttinn sem þú ræður yfir í Nirvikalpa samadhi. Þér auðnast samt ekki að hafa nema örlítið brot af honum með þér þaðan til brúks á jörðinni.

Nirvikalpa samadhi er æðsta vitundarstigið sem flestir andlegir Meistarar öðlast. Það varir í nokkrar klukkustundir eða jafnvel daga en síðan verður ekki hjá því komist að snúa aftur. Hvað gerist svo þegar komið er niður á jörðina? Akaflega oft eru bæði nafn og aldur gleymd og maður getur hvorki talað né hugsað almennilega. En með áfram- haldandi æfingu nær maður þó smám saman tökum á hlutverki sínu jafnóðum og maður kemur niður úr Nirvi- kalpa samadhi.

Þeir, sem fara í Nirvikalpa samadhi, vilja iðulega ekki snúa aftur í þennan heim. Ef dvalið er þar lengur en átján daga eða þrjár vikur eru allar líkur á að sálin yfirgefi líkamann endanlega. Til forna voru til andlegir Meistarar sem öðluðust Nirvikalpa samadhi og sneru ekki aftur til jarðarinnar. Þeir gátu ekki fengið sig til að koma aftur inn í andrúm heimsins og vinna eins og mannlegar verur, eftir að hafa náð sínu æðsta samadhi. Það er ógerlegt að athafna sig í heiminum í þessu vitundarástandi. Frá því er þó guðleg undanþága. Sé vilji hins Æðsta að tiltekin sál starfi hér á jörðinni getur það beint þeim einstaklingi inn á aðra braut kraftmikillar guðlegrar vitundar, þó liðnar séu meira en þrjár vikur, og sent hann niður á jarðarsviðið til starfa.
Sahaja er langhæsta stig samadhi. Þar ertu í hæstu vitund en jafnframt fær um að vinna í hinum grófgerða efnisheimi. Þar varir upplifunin úr Nirvikalpa samadhi samtímis því sem veraldlegri iðju er sinnt. Þú ert orðinn sálin en nýtir líkamann jafnframt sem fullkomið verkfæri. I Sahaja samadhi sinnirðu hefðbundnum störfum sem venjulegt fólk. En í dýpstu fylgsnum hjartans ertu þrunginn guðlegri uppljómun og þegar þú hefur öðlast Sahaja samadhi, verðurðu Drottnari og Meistari Raunveruleikans. Þú getur leitað til hins Æðsta hvenær sem þér býður svo við að horfa og síðan snúið aftur til jarðarinnar í því skyni að birta hið Æðsta.

Það er ákaflega fátítt, að nokkur hljóti þá blessun, senr Sahaja samadhi er, jafnvel þótt hann hafi öðlast hæstu tegund Guðskynjunar. Ákaflega fáir andlegir Meistarar hafa náð þessu stigi. Ótakmarkaðrar Náðar hins Æðsta er þörf, svo hægt sé að öðlast Sahaja samadhi. Vitundarástand þetta kemur aðeins, þegar einstaklingurinn hefur náð órofa einingu við hið Æðsta eða þegar það í undantekningartil- vikum vill sýna, að það sé hið Æðsta. Sá, sem hefur öðlast Sahaja samadhi og heldur sig þar, birtir Guð hverja sek- úndu, meðvitað og fullkomlega og er því mesta stolt hins Yfirskilvitlega Æðsta.