SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Ljós og uppljómun

Spurning: Meistari, þú talar mjög oft um "ljós". Hvað er það nákvæmlega?

Sri Chinmoy: Í mjög víðum skilningi getur þú kallað ljós Guðlega gjöf. Allt gott er Guðleg gjöf. Frá andlegri hlið séð er allt sem leitandinn hefur og er Guðleg gjöf, skilyrðislaus gjöf frá Guði. Þegar ég segi ljós, þá er ég að tala um uppljómun. Þessi uppljómun á sér fyrst stað í heimi hinnar starfandi Guðs sálar. Næst mun hún eiga sér stað í andlegri þrá hjartans, síðan í hinum leitandi huga, eftir það í hinu þróttmikla lífafli og svo að lokum í hinum vaknandi líkama. Þegar þú getur opnað þriðja augað, auga innri sjónar þá getur þú ekki aðeins séð ljós heldur vaxið inn í ljósið og dreift því umhverfis heiminn.

Þó að ljós sé það sem skorti mest í andlegum eiginleikum allra er það því miður minnst sóst eftir. Mjög oft kalla leitendur eftir ánægju, friði eða krafti, en mjög sjaldan þrá þeir eftir ljósi. Í staðinn fyrir að finna að hið Guðlega ljós muni upplýsa þá, misskilja þeir það með sínum eigin takmörkunum og ófullkomleika og finnast þeir muni verða berskjaldaðir. En hið Guðlega ljós mun ekki gera þá berskjaldaða. Heldur hitt, það er ljósið mun umfaðma mannkynið með öllum göllum þess og reyna að upplýsa fáfræði mannsins til að líf mannsins geti hafist upp til hins Guðlega lífs.