SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Þakklæti

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Málverk eftir Sri Chinmoy

Spurning: Get ég gert eitthvað svo að mér gangi alltaf vel að hugleiða?

Með þakklæti, þakklætinu sem býr í hjartanu en ekki huganum, getur hugleiðsla þín orðið alveg framúrskarandi. Minnstu þess bara eitt andartak að einu sinni varstu eins og vinir þínir og nágrannar. Sjáðu nú hver munurinn á ykkur er. Hann er eins og dagur og nótt. Vera má að þeir séu ríkir á jarðneska vísu en á andlega sviðinu eru þeir gjörsamlega gjaldþrota. Þegar þú sérð muninn, verður það sjálfkrafa til þess að um þig fer þakklætisstraumur.

Þó þú eigir ekki nema lítinn þakklætisvott felst í honum heimur nýrrar sköpunar. Þegar fræinu hefur verið sáð skýtur það frjóöngum og verður að plöntu. Því er best að hugsa til þess hvað þú varst og hvað þú átt eftir að verða ef þér gengur illa að hugleiða. Einu sinni kunnirðu jafnvel ekki að skríða en nú ertu farinn að hlaupa í andlega lífinu. Þegar þú hefur komið auga á muninn hlýturðu að verða Guði þakklátur því Hann er Gerandinn. Það er Hann sem veitli þér innblástur og var að verki í þér og gegnum þig. Hann veitti þér innblástur og leyfði þér að njóta ávaxtanna al gjörðum þínum svo að eðlilega hlýtur þakklæti þitt að koma fram og þá gengur hugleiðslan að óskum.

Video
Videó: Sri Chinmoy talar um þakklæti

Auðveldasta og árangursríkasta aðferðin til að auka móttækileika þinn er að votta hinu Æðsta daglega þitt dýpsta þakklæti áður en þú hugleiðir. Þú ert byrjaður að stunda andlegt lífemi þrátt fyrir að margir af þínum nánustu hafi ekki byrjað á því. Hvernig má það vera? Skýringarinnar er að leita í því að hið Æðsta innra með þér gaf þér andlega þrá sem fjöldi fólks býr hinsvegar ekki yfir. Þú ættir að líta svo á að Hann hafi valið þig til andlegs lífs. Vegna þess að Hann gaf þér andlega þrá, hefurðu fulla ástæðu til að vera þakklátur. Hann getur gert þig enn móttækilegri ef Hann sér að þakklæti þitt er að aukast dag frá degi.

Innri hirsla þín verður samstundis mjög stór, þegar þú færir Guði þakklæti þitt. Þá gefst Guði færi á að úthella nieiri blessun yfir þig eða að komast betur inn í þig með guðdómlega Tilvist Sína. Guð er óendanlegur en það er háð móttækileika okkar hve vel Hann nær að komast inn í okkur. Guði má líkja við sólskin. Ef ég dreg gluggatjöldin frá, ná sólargeislarnir inn, en ef ég dreg fyrir alla glugga komast þeir hvergi að. Því fleiri gluggatjöld, sem við drögum frá, því betur nær Guð að komast inn í okkur með takmarkalaust ljós. Jafnskjótt og við auðsýnum þakklæti streymir ljós Guðs inn í verund okkar.

Þakklæti er að bjóða sjálfan sig sínu hæsta sjálfi. Þakklætið beinist ekki að öðrum. Það beinist að þínu eigin æðsta sjálfi. Þakklæti auðveldar þér að samkennast hæsta veruleika þínum og finna að þú ert eitt með honum.