SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Ódauðlega sálin

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Þar sem ég er andlegur maður, get ég fullvissað ykkur um, í krafti minnar innri skynjunar, að sálin deyi ekki. Við vitum að við erum eilíf. Við komum frá Guði, við erum í Guði, við vöxum inn í Guð og við munum uppfylla Guð. Líf og dauði em líkt og tvö herbergi. Er við hverfum frá lífinu yfir í dauðann, er það eins og að fara úr einu herbergi yfir í annað. Núna er ég í stofunni minni. Þar tala ég við ykkur, hugleiði með ykkur, horfi á ykkur. Hér sýni ég efnislíkama minn, ég verð að vinna, vera virkur og koma fram. Síðan er annað herbergi, svefnherbergið mitt. Þar hvíli ég mig og eg sef. Þar þarf ég ekki að koma fram, ég er þar aðeins fyrir sjálfan mig.

Video
Videó: Sri Chinmoy talar um sálina

Við komum frá hinu óendanlega lífi, hinu Guðdomlega lífi. Hluti þessa óendalega lífs dvelur aðeins skamma stund á jörðinni í einu, segjum fimmtíu eða sextíu ár. Á þeim tíma lifum við okkar jarðbundna lífi. En innra með hinu jarðbundna lífi er hið ótakmarkaða líf. Eftir einhvern tíma snýr þetta líf aftur út í anddyri dauðans í fimm, tíu eða fimmtán eða tuttugu ár. Þegar við göngum fram í þetta anddyri, yfirgefur sálin líkamann til að hvílast í lengri eða skemmri tíma og fer aftur til heima sálarinnar. Hafi maðurinn verið andlegur, mun sálin strax endurheimta hið eilifa líf, hið Guðdómlega líf sem var til fyrir fæðinguna, milli fæðingar og dauða, til í dauðanum og lifir á sama tíma handan dauðans.

Nú þegar við lifum á jörðinni, getum við komið okkur fyrir í ríki hins eilífa lífs með andlegri þrá okkar og hugleiðslu. En það eitt að ganga inn i hið endalausa Líf, nægir okkur ekki til að eignast það. Við verðum að vaxa inn í það meðvitað og verða það. Þegar við förum að stunda hugleiðslu hljótum við að verða um síðir það sem hugleiðslan er i sínu innsta eðli. Og þegar við getum hugleitt tuttugu og fjórar stundir á sólarhring, erum við alltaf að anda að okkur hinu endalausa lífi. í innri vitund okkar erum við orðin eitt með sálinni. Þegar við lifum í líkamanum er dauðinn ávallt til staðar. Yið deyjum um leið og ótti kemur upp í huganum. Við deyjum um leið og neikvæð öfl láta á sér kræla. Þannig getum við oftsinnis dáið á hverjum degi! Ótti, efi og kvíði eru stöðugt að deyða okkar innri tilvist. En ef við lifum í sálinni er ekki um neinn dauða að ræða, aðeins stöðuga þróun vitundar okkar, andlegrar þrár okkar og andlegs lífs.